Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 28. febrúar 2023 17:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Toney játar sök - Á leið í margra mánaða bann
Ivan Toney.
Ivan Toney.
Mynd: Getty Images
Enska fótboltasambandið ákærði Ivan Toney, sóknarmann Brentford, í desember síðastliðnum fyrir að brotið veðmálareglur alls 262 sinnum. Toney hefur núna játað sök í mörgum af þessum ákærum en ekki öllum.

Daily Mail fjallar um þetta og segir að búist sé við því að Toney muni hefja langt bann áður en yfirstandandi tímabili lýkur.

Ivan Toney er í þriðja sæti yfir markahæstu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Hann er búinn að gera 14 mörk í 21 leik fyrir Brentford á þessu tímabili.

Mail segir að búist sé við því að Toney muni fara í margra mánaða bann. Leikmaðurinn er búinn að sætta sig við að hann sé á leið í bann og vill helst byrja það sem fyrst þar sem Brentford er nánast búið að tryggja sér áframhaldandi veru í ensku úrvalsdeildinni.

Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni mega ekki veðja á fótbolta.
Athugasemdir
banner
banner