Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. mars 2023 09:18
Elvar Geir Magnússon
Þorsteinn Örn í Njarðvík (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Örn Bernharðsson er kominn til Njarðvík, nýliða Lengjudeildarinnar, en hann kemur frá KV. Hann er vinstri bakvörður en getur einnig leikið á kantinum.

Hann er 23 ára lék 21 leik fyrir KV í Lengjudeildinni í fyrra en liðið féll.

Þorsteinn lék með ÍR, Fylki, Fram og KR í yngri flokkunum og lék sinn fyrsta keppnisleik í meistaraflokki með KR árið 2018. Tímabilið 2019 var hann á láni hjá Þrótti og Haukum og tímabilið 2020 var hann hjá KV og HK. Síðustu tvö tímabil hefur hann verið hjá KV á láni frá KR og lék hann 21 deildarleik bæði tímabilin.

Samningur Þorsteins við KR rann úr gildi í lok síðasta tímabils.

Njarðvík var í áttunda sæti í ótímabæru Lengjudeildarspánni sem var opinberuð um helgina.

Njarðvík

Komnir
Alex Bergmann Arnarsson frá Víkingi (var á láni hjá ÍR)
Gísli Martin Sigurðsson frá Aftureldingu
Joao Ananias frá Albaníu
Luqman Hakim frá Kortrijk (á láni)
Magnús Magnússon frá Reyni S.
Oliver Kelaart frá Þrótti Vogum
Óskar Atli Magnússon frá FH
Tómas Bjarki Jónsson frá Augnabliki
Tómas Þórisson frá Víkingi (lán)
Walid Birrou frá Þrótti Vogum

Farnir
Bessi Jóhannsson í Víði
Einar Orri Einarsson í Reyni
Magnús Þórir Matthíasson hættur
Sölvi Björnsson í Gróttu (var á láni)
Athugasemdir
banner
banner