Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   mið 01. mars 2023 12:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var Stefán nálægt MLS? - „Ég er í allt annarri stöðu en Dolli"
Stefán Ingi Sigurðarson.
Stefán Ingi Sigurðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Stefán Ingi Sigurðarson er einn af mest spennandi leikmönnunum fyrir sumarið í Bestu deildinni.

Stefán er kominn heim úr háskólaboltanum í Bandaríkjunum og hefur tekið þetta undirbúningstímabil með trompi. Hann skrifaði nýverið undir nýjan samning við Breiðablik sem gildir til ársins 2024, var hann verðlaunaður fyrir öfluga frammistöðu í vetur.

Stefán talaði um það fyrir nokkrum árum að stefnan væri sett á nýliðavalið í MLS-deildinni í Norður-Ameríku. Covid kom í veg fyrir að hann færi úr háskólaboltanum í nýliðvalið eftir annað árið, en var hann einhvern tímann nálægt því að fara í MLS-deildina?

„Þetta er svolítið öðruvísi. Allir sem útskrifast geta farið í þetta 'draft'. Ég var rosalega fastur á milli hvort ég vildi láta reyna á þetta eða ekki," sagði Stefán í samtali við Fótbolta.net í gær.

„Ég er í allt annarri stöðu en Dolli (Þorleifur Úlfarsson) sem fór frá Duke. Hann fór á ári tvö sem þýðir að hann gat fengið tryggðan samning frá deildinni. Ég hefði farið á reynslu hjá félagi í einn til tvo mánuð og hugsanlega fengið samning annað hvort hjá MLS-liðinu eða varaliðinu."

Stefán kláraði námið sitt í Boston College og var því útskriftarnemi. Það er öðruvísi fyrir þá að fara í nýliðavalið og erfiðara að fá samning.

„Miðað við stöðuna mína á Íslandi - að vera samningsbundinn Blikum - þá var þetta ekki plan A hjá mér og ekki draumurinn. Svo er hugsanlega hægt að líta til baka eftir nokkur ár og hugsa hvort maður hefði átt að kýla á þetta. En eins og staðan er núna þá hugsa ég ekki þannig, ég er rosalega sáttur í Blikum. Ég er búinn að vera virkilega glaður síðustu mánuði," sagði Stefán.
Ánægður að vera kominn heim - „Auðvitað þarf það að halda áfram"
Athugasemdir
banner
banner