Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 01. mars 2023 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Virðist mjög lítið spenntur fyrir þeirri hugmynd að flytja til Englands
Rafael Leao virðist ekki vera neitt sérlega spenntur fyrir því að komast í ensku úrvalsdeildina.

Leao er portúgalskur landsliðsmaður sem hefur vakið mikla athygli með AC Milan á Ítalíu.

Hann þykir gríðarlega spennandi leikmaður, en honum líður vel á Ítalíu og er ekki að hugsa um að fara þaðan í bráð. Hann hefur verið orðaður við Chelsea og Liverpool en veðrið á Englandi er ekki að heilla hann mikið.

„Ég kann ekki vel við veðrið á Englandi. Ég hef komið til London en það var til að versla," sagði Leao við Abola í Portúgal.

„Ég kann mjög vel við lífið í Mílanó. Hér eru flottar verslanir, góðir næturklúbbar og maturinn er miklu betri."

Leao er 23 ára gamall og hefur leikið með Milan frá 2019.
Athugasemdir
banner