Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 01. mars 2023 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Xavi með skýr skilaboð: Verðum að finna ástríðuna aftur
Fókus!
Fókus!
Mynd: EPA

Xavi var brjálaður eftir tap Barcelona gegn Almeria í spænsku deildinni um helgina.


 Þetta var aðeins annað tap liðsins í deildinni á þessari leiktíð en Xavi sagði að þetta hefði verið versta frammistaða liðsins á þessari leiktíð.

Spænski miðillinn Mundo Deportivo segir frá því að Xavi hafi tekið leikmennina á fund eftir æfingu á dögunum og sent skýr skilaboð í hópinn.

„Við erum á hátindi tímabilsins, við verðum að finna ástríðuna aftur," átti Xavi að hafa sagt.

Barcelona mætir Real Madrid í spænska konungsbikarnum á fimmtudaginn en liðin mætast í deildinni eftir rúmar tvær vikur.


Athugasemdir
banner