Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 01. mars 2024 16:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Grindavík fær danskan sóknarmann (Staðfest)
Lengjudeildin
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari Grindvíkinga
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari Grindvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Grindavík hefur nælt í danskan sóknarmann fyrir átökin í Lengjudeildinni næsta sumar. Mathias Munch Larsen er tvítugur sóknarmaður og kemur frá Dalum IF sem leikur í D deildinni í Danmörku.


Hann er fjórði leikmaðurinn sem Grindavík fær til sín erlendis frá en þrír leikmenn hafa skrifað undir hjá félaginu sem komu frá Slóveníu.

Grindavík mætir Keflavík í Lengjubikarnum í kvöld en liðið er á toppi síns riðils með 9 stig eftir fjóra leiki. Grindavík hafnaði í 6. sæti Lengjudeildarinnar síðasta sumar.

Komnir
Adam Árni Róbertsson frá Þrótti V.
Matevz Turkus frá Slóveníu
Josip Krznaric frá Slóveníu
Eric Vales frá Slóveníu
Mathias Munch Larsen frá Danmörku
Óliver Berg Sigurðsson frá Sindra (var á láni)
Hrannar Ingi Magnússon frá Víkingi (á láni)

Farnir
Dagur Austmann Hilmarsson í Fjölni
Edi Horvat til Slóveníu
Freyr Jónsson í Dalvík/Reyni
Guðjón Pétur Lýðsson
Marko Vardic í ÍA
Óskar Örn Hauksson í Víking R.
Ólafur Flóki Stephensen í Val (var á láni)
Tómas Orri Róbertsson í Breiðablik (var á láni)
Alexander Veigar Þórarinsson


Athugasemdir
banner
banner