
„Þetta er mjög fínt, þetta er eðlileg þróun á því sem við erum að gera," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigur gegn Þór/KA í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í dag.
„Það var komið lítið silfur, stærra silfur og loksins kom gullpeningurinn sem við erum búin að vinna eftir í töluverðan tíma. Liðið er komið á þann stað að vinna svona mót."
„Það var komið lítið silfur, stærra silfur og loksins kom gullpeningurinn sem við erum búin að vinna eftir í töluverðan tíma. Liðið er komið á þann stað að vinna svona mót."
Lestu um leikinn: Stjarnan 7 - 6 Þór/KA
Þetta var hörkuleikur en hann endaði með 2-2 jafntefli og fór því beint í vítaspyrnukeppni þar sem Stjarnan fór með sigur af hólmi, rétt eins og í undanúrslitunum gegn Þrótti. Stjarnan endaði í öðru sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili.
„Þetta gefur okkur ákveðna undirstöðu fyrir það sem við ætlum okkur í sumar," sagði Kristján.
Hér fyrir ofan má sjá viðtalið í heild sinni þar sem Kristján fer meðal annars yfir næstu vikur fram að móti, markvarðarmálin og margt fleira.
Athugasemdir