Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 01. apríl 2023 17:51
Brynjar Ingi Erluson
Orri Steinn hetja SönderjyskE - Viðar Örn tryggði stig
Orri Steinn var hetja SönderjyskE
Orri Steinn var hetja SönderjyskE
Mynd: SönderjyskE
Viðar Örn gerði sjötta mark sitt á tímabilinu
Viðar Örn gerði sjötta mark sitt á tímabilinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn Óskarsson, leikmaður SönderjyskE í Danmörku, er að eiga frábæra viku, en hann gerði sigurmark liðsins í 2-1 sigri á Vejle í B-deildinni í dag.

Orri var einn af bestu mönnum U19 ára landsliðsins sem komst á Evrópumótið á dögunum en eftir það sneri hann aftur til SönderjyskE.

Framherjinn er á láni frá FCK en hann kom inná sem varamaður á 65. mínútu. Liðið var einu marki yfir en Vejle jafnaði á 88. mínútu.

Orri Steinn átti síðasta orðið í þessum leik því í uppbótartíma skoraði hann sigurmark Sönderjyske og annað deildarmark sitt fyrir félagið á tímabilinu. Atli Barkarson spilaði allan leikinn fyrir SönderjyskE í dag.

SönderjyskE er í 3. sæti í meistarariðlinum með 38 stig.

Ísak Óli Ólafsson lék allan leikinn fyrir Esbjerg sem tapaði fyrir Thisted, 1-0, í dönsku C-deildinni. Esbjerg er í 3. sæti með 42 stig.

Viðar Örn Kjartansson var þá á skotskónum í 1-1 jafntefli Atromitos gegn Levadiakos í fallriðli grísku úrvalsdeildarinnar. Samúel Kári Friðjónsson var í byrjunarliði Atromitos en fór af velli á 69. mínútu.

Á 77. mínútu kom Viðar Örn inná sem varamaður og fjórum mínútum síðar jafnaði hann metin. Sjötta mark hans fyrir Atromitos á tímabilinu en liðið er í efsta sæti fallriðilsins með 33 stig.

Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn fyrir Pisa sem tapaði fyrir Cosenza, 1-0, í B-deildinni á Ítalíu. Pisa er í 6. sæti með 45 stig, en á sama tíma vann Venezia 3-2 sigur á Como. Mikael Egill Ellertsson lék allan leikinn fyrir Venezia á meðan Kristófer Jónsson sat allan tímann á varamannabekknum. Venezia er í 14. sæti með 36 stig.

Árni Vill skoraði í stórsigri

Árni Vilhjálmsson skoraði í 4-0 sigri Zalgiris á Suduva í úrvalsdeildinni í Litháen. Árni var í byrjunarliðiinu og gerði fyrsta mark liðsins úr vítaspyrnu á 39. mínútu en var skipt af velli undir lok fyrri hálfleiks. Zalgiris er í öðru sæti með 10 stig.

Davíð Kristján Ólafsson lék þá allan leikinn fyrir Kalmar sem tapaði fyrir Malmö, 1-0, í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner