Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
   mán 01. apríl 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Ödegaard: Getur svo margt gerst áður en tímabilið klárast
Mynd: Getty Images
Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, er ekkert að stressa sig yfir titilbaráttunni í enska boltanum en hann segir að margt geti gerst áður en tímabilið verður flautað af.

Arsenal gerði markalaust jafntefli við Manchester City á Etihad-leikvanginum í gær á meðan Liverpool vann 2-1 sigur á Brighton.

Liverpool er komið í efsta sæti deildarinnar og er með tveggja stiga forystu á Arsenal.

„Við vildum stigin þrjú og gerðum okkar besta til að vinna leikinn en við gerðum ekki nóg. Við tökum stigið og höldum áfram.“

„Það er enn langt í land. Það getur svo margt gerst áður en tímabilið klárast. Við verðum að taka einn leik í einu, þannig verðum við að gera þetta. Halda áfram að leggja hart að okkur og sjáum svo hvað verður,“
sagði Ödegaard.

Arsenal og Man City verða bæði að treysta á að Liverpool tapi stigum þar sem þessi lið eru búin að mætast tvívegis á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner