„Þeir settu okkur undir ákveðna pressu í byrjun leiks og svo sem búist við því en við yfirtókum leikinn og unnum sanngjarnt,“ sagði Ólafur Páll þjálfari Fjölnis eftir 1 - 3 sigur á móti Magna í 32. liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Lestu um leikinn: Magni 1 - 3 Fjölnir
Fjölnir kom mjög ákveðið inn í seinni hálfleikinn og var fljótt að uppskera mark.
„Ég sagði ýmislegt en ekkert stórvægilegt, ég viss að þetta yrði þolinmæðis verkefni og ef við myndum láta boltann ganga fljótt á milli manna þá myndu opnast tækifæri fyrir okkur.“
Fjölnir á ÍBV í eyjum næsta sunnudag í Pepsí deildinni.
„Það verður bara gríðarlega erfitt verkefni á móti Vestmanneyjum, alltaf erfitt að fara til eyja gegn flottu og vel skipulögðu fótboltaliði.“
Birnir Snær og Almar Ormarsson áttu flottar innkomur, báðir byrjuðu á bekknum.
„Ég vildi rótera liðinu, það var fyrst og fremst ástæðan en Birnir kemur inn á og breytir leiknum.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir

























