Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 19. september 2024 12:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lingard fékk litla sekt
Jesse Lingard.
Jesse Lingard.
Mynd: EPA
Jesse Lingard hefur verið sektaður af lögreglunni í Suður-Kóreu eftir að hann keyrði um á rafmagnshlaupahjóli án þess að vera með tilskilið leyfi til þess.

Þú þarft að vera með ökuréttindi til að keyra rafmagnshlaupahjól í landinu en Lingard missti bílprófið sitt fyrir nokkrum mánuðum síðan.

Lingard var sektaður um rúmar 20 þúsund íslenskar krónur en hann baðst afsökunar á hegðun sinni.

Lingard spilar í dag með Seoul í Suður-Kóreu eftir að hafa leikið með Man Utd, West Ham og Nottingham Forest á Englandi. Hann hefur verið að njóta lífsins í Asíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner