Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 18. september 2024 22:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópukeppni unglingaliða: Stjarnan þarf stóran sigur í seinni leiknum
Mynd: Stjarnan

UC Dublin 3-0 Stjarnan
1-0 Adam Brennan ('22 )
2-0 Roy Lawlor ('53 )
3-0 Odhran MacLaughlin ('75 )

Stjarnan tapaði gegn UC Dublin í forkeppni í Evrópukeppni unglingaliða í kvöld. Leikurinn fór fram í Dublin.


Heimamenn voru með eins marks forystu í hálfleik og bættu við öðru marki snemma í seinni hálfleik. Þeir gerðu síðan út um leikinn með marki þegar um stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

Guðmundur Reynir Friðriksson, markvörður Stjörnunnar, kom nokkrum sinnum í veg fyrir að tapið var ekki stærra.

Liðið vann sér rétt í keppninni með því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í 2. flokki en seinni leikur liðanna fer fram á Samsungvellinum 2. október.

Margir sterkir leikmenn Stjörnunnar á 2. flokks aldri eru ekki gjaldgengnir þar sem þeir tóku þátt í Evrópukeppninni með aðalliði félagsins.


Athugasemdir
banner
banner