Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
   fös 20. september 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Conte sló á létta strengi: Ég er orðinn gamall
Mynd: Getty Images

Það er áhugaverð rimma um helgina í ítalska boltanum þar sem Juventus fær Napoli í heimsókn.


Hinn 42 ára gamli Thiago Motta var ráðinn stjóri Juventus í sumar eftir að hafa náð frábærum árangri með Bologna á síðustu leiktíð. Hinn 55 ára gamli Antonio Conte er stjórii Napoli.

Conte var landsliðsþjálfari Ítalíu frá 2014-2016 en hann sló á létta strengi á blaðamannafundi fyrir leikinn en Motta var leikmaður landsliðsins undir stjórn Conte á sínum tíma.

„Motta tekur við af Allegri sem skrifaði nokkrar blaðsíður í sögu Juventus. Það er alltaf krafa á sigur. Hann var leikmaður sem ég valdi í EM hópinn, það fær mig til að hlægja og fær mig til að hugsa um að ég sé orðinn gamall," sagði Conte léttur í bragði.

„Hann er alvöru maður sem gerði vel hjá Bologna, ég óska honum alls hins besta. Auðvitað ekki gegn okkur."


Athugasemdir
banner
banner
banner