Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 19. september 2024 12:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freysi í öruggu starfi í ótrúlegri þjálfarahringekju
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Kortrijk
Fram kemur hjá belgíska fjölmiðlinum Voetbalkrant að nokkrir þjálfarar séu farnir að finna fyrir pressu í belgísku úrvalsdeildinni.

Freyr Alexandersson, þjálfari Kortrijk, er ekki þar á meðal.

Hann er einn af þeim sem eru í öruggu sæti. Freyr bjargaði með Kortrijk með ótrúlegum hætti á síðustu leiktíð. „Fyrir það á hann mikið hrós skilið," segir á síðu Voetbalkrant.

Það eru sjö umferðir búnar af belgísku úrvalsdeildinni en Kortrijk er sem stendur í 13. sæti af 16 liðum.

Þjálfarahringekjan í Belgíu er oft á tíðum svakaleg en það segir í greininni að það séu aðeins tveir þjálfarar enn í sama starfi og þeir byrjuðu síðasta tímabil í. Það væru Brian Riemer (Anderlecht) og Miron Muslic (Cercle Brugge).

Núna í dag var það hins vegar tilkynnt að búið væri að reka Riemer frá Anderlecht. Spurning er hvort Freyr komi til greina í það starf en áður hafa stærri félög í Belgíu sýnt honum áhuga. Hann hafnaði Union Saint-Gilloise fyrir stuttu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner