Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 20. september 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Völdu Solanke fram yfir Toney - „Þá geturðu spurt mig aftur"
Dominic Solanke.
Dominic Solanke.
Mynd: Tottenham
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, segir að félagið hafi skoðað það að fá Ivan Toney í sumar en Dominic Solanke hafi verið efstur á óskalistanum.

Solanke var keyptur til Tottenham frá Bournemouth fyrir allt að 65 milljónir punda. Á meðan fór Toney frá Brentfor til Sádi-Arabíu.

„VIð skoðuðum Toney en Dominic var leikmaðurinn sem okkur langaði í," sagði Postecoglou í dag.

Solanke hefur ekki enn skorað fyrir Tottenham en ástralski stjórinn vill að fólk rói sig.

„Fólk er svo fljótt að dæma. Gaurinn er búinn að spila minna en tvo leiki fyrir okkur. Ef hann fer í gegnum 15 leiki án þess að skora, þá geturðu spurt mig aftur," sagði stjórinn.

„Dragið andann djúpt og farið í jóga."

„Það sem ég hugsa um er að hann passar vel inn og meiðsli trufluðu hann aðeins, en hann fær nóg af tíma."
Athugasemdir
banner
banner