Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
banner
   fim 19. september 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Carragher: Komið fram við leikmenn eins og nautgripi
Mynd: Getty Images

Mikil reiði er í fótboltaheiminum þar sem leikjaálag fer að verða ansi mikið.


Rodri hefur talað um að leikmenn fari mögulega í verkfall en breyting hefur orðið á fyrirkomulagi í Meistaradeildinni þar sem lið spila átta leiki í stað sex í deildakeppni.

Þá mun HM félagsliða fara fram í sumar en Jamie Carragher, sérfræðingur hjá CBS, hefur blandað sér í umræðuna.

„Ég er á móti því að búa til nýjar keppnir því það snýst bara um peninga. Þetta HM félagsliða í lok tímabilsins á að vera besta keppni í heimi en það vill enginn spila í henni. Það er enginn spenntur fyrir þessu. Það er ekki séns að þú sért með þessa keppni og segir við alla þessa topp leikmenn í heiminum að þeir fái sumarfrí á fjögurra ára fresti," sagði Carragher.

„Það er ekki séns. Það er komið fram við bestu leikmenn í heimi eins og þeir séu nautgripir. Félögin sem þeir spila fyrir eru líka að leyfa þessu að gerast."


Athugasemdir
banner
banner
banner