Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
Smá basl en „bikarinn er að fara í Fossvog"
Meira undir fyrir KA - „Vonandi muna flestir eftir tilfinningunni"
Úlfur: Þeir henda einum af sínum bestu mönnum viljandi í bann
Maggi: Menn þurfa fara fyrr úr vinnu og jafnvel skrópa í skóla
Elmar Kári: Ég bara missi hausinn þarna
Haddi: Töluðum um það eftir tapið í fyrra
Arnar Gunnlaugs: Eiginlega bara fáránlegt ef ég á að segja alveg eins og er
Kári Sigfússon: Get hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér
Árni Guðna: Veit ekki hverju ég get lofað þeim núna
Haraldur Freyr: Refsuðum og vorum skilvirkir
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
banner
   fös 20. september 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Smá basl en „bikarinn er að fara í Fossvog"
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga.
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nikolaj fagnar hér marki.
Nikolaj fagnar hér marki.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég er mjög spenntur. Ég held að þetta verði geggjaður leikur," segir Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, í samtali við Fótbolta.net.

Á morgun fer fram bikarúrslitaleikur Víkings og KA. Þetta er annað árið í röð þar sem þessi tvö lið mætast en í fyrra höfðu Víkingar betur.

Víkingar hafa unnið fjóra bikarmeistaratitla í röð. Er orðið venjulegt að koma á Laugardalsvöll og spila bikarúrslitaleik?

„Já, síðustu ár höfum við sýnt góða hluti í bikarnum. Við verðum bara að halda því áfram og vinna leikinn á laugardag."

„KA ætlar að hefna sín og vinna okkur. VIð höfum verið góður í seinustu leikjum og verðum að halda áfram með það. Við höfum skora mikið af mörkum og liðið hefur staðið sig ótrúlega vel."

Ætlar að gera allt til að spila
Nikolaj hefur verið að glíma við meiðsli í aðdraganda leiksins en hann vonast til að vera í fínu lagi fyrir leikinn.

„Það er smá basl en ég held að ég verði fínn fyrir leikinn. Ég er að gera allt til að spila leikinn á laugardaginn."

Næstu vikur ættu að vera mjög spennandi fyrir Víkinga. Þeir byrja á bikarúrslitaleiknum, fá fimm úrslitaleiki í deildinni og taka þátt í Sambandsdeildinni.

„Þetta verður ógeðslega skemmtilegt. Bikarinn er að fara í Fossvog," sagði Nikolaj að lokum.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner