„Ég er mjög spenntur. Ég held að þetta verði geggjaður leikur," segir Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, í samtali við Fótbolta.net.
Á morgun fer fram bikarúrslitaleikur Víkings og KA. Þetta er annað árið í röð þar sem þessi tvö lið mætast en í fyrra höfðu Víkingar betur.
Á morgun fer fram bikarúrslitaleikur Víkings og KA. Þetta er annað árið í röð þar sem þessi tvö lið mætast en í fyrra höfðu Víkingar betur.
Víkingar hafa unnið fjóra bikarmeistaratitla í röð. Er orðið venjulegt að koma á Laugardalsvöll og spila bikarúrslitaleik?
„Já, síðustu ár höfum við sýnt góða hluti í bikarnum. Við verðum bara að halda því áfram og vinna leikinn á laugardag."
„KA ætlar að hefna sín og vinna okkur. VIð höfum verið góður í seinustu leikjum og verðum að halda áfram með það. Við höfum skora mikið af mörkum og liðið hefur staðið sig ótrúlega vel."
Ætlar að gera allt til að spila
Nikolaj hefur verið að glíma við meiðsli í aðdraganda leiksins en hann vonast til að vera í fínu lagi fyrir leikinn.
„Það er smá basl en ég held að ég verði fínn fyrir leikinn. Ég er að gera allt til að spila leikinn á laugardaginn."
Næstu vikur ættu að vera mjög spennandi fyrir Víkinga. Þeir byrja á bikarúrslitaleiknum, fá fimm úrslitaleiki í deildinni og taka þátt í Sambandsdeildinni.
„Þetta verður ógeðslega skemmtilegt. Bikarinn er að fara í Fossvog," sagði Nikolaj að lokum.
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir