Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
banner
   mið 18. september 2024 19:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeild kvenna: Amanda innsiglaði sigurinn - Wolfsburg valtaði yfir Fiorentina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Twente er í góðri stöðu gegn Osijek frá Króatíu í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.


Liðin mættust í fyrri leiknum í Króatíu í dag en Amanda Andradóttir byrjaði á bekknum hjá Twente. Twente var 3-1 yfir þegar Amanda kom inn á þegar 20 mínútur voru til loka venjulegs leiktíma en hún innsiglaði 4-1 sigur liðsins stuttu síðar.

Sædís Rún Heiðarsdóttir kom inn á undir lokin þegar Valerenga lagði Anderlecht 2-1 á útivelli en Valerenga var manni færri allan seinni hálfleikinn en staðan var orðin 2-1 þegar flautað var til hálfleiks.

Alexandra Jóhannsdóttir var í byrjunarliði Fiorentina sem steinlá 7-0 gegn Wolfsburg á heimavelli. Sveindís Jane Jónsdóttir kom inn á undir lok leiksins en hún var að spila sinn fyrsta leik síðan liðið tapaði í þýska Ofurbikarnum gegn Bayern 25. ágúst.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner