Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 19. september 2024 09:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikil læti þegar Martial mætti á flugvöllinn
Anthony Martial.
Anthony Martial.
Mynd: EPA
Franski sóknarmaðurinn Anthony Martial gekk óvænt í raðir gríska félagsins AEK Aþenu í gær.

Hann var í níu ár hjá Manchester United en náði aldrei að sýna almennilegan stöðugleika. Hann sýndi hæfileika sína við og við en stóð ekki undir væntingum. Hann spilaði 317 leiki og skoraði 90 mörk.

AEK er þriðja sigursælasta lið Grikklands, á eftir Olympiakos og Panathinaikos. Liðið er sem stendur á toppi grísku deildarinnar.

Martial lenti í Grikklandi í gærkvöldi en stuðningsmenn AEK fjölmenntu á flugvöllinn í Aþenu til að taka á móti kappanum. Þeir sungu og trölluðu þegar flugvélin lenti.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af stemningunni.



Athugasemdir
banner
banner
banner