Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 19. september 2024 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Courtois er Messi og Ronaldo markmanna"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid, fékk mikið hrós eftir 3-1 sigur liðsins gegn Stuttgart í deildarkeppni Meistaradeildarinnar á þriðjudaginn.


Belgíski markvörðurinn er mættur aftur í ramman hjá Real Madrid eftir að hafa misst af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla.

Fyrrum markvörðurinn Santiago Canizarez ólst upp hjá Real Madrid en lék stærstan hluta ferilsins hjá Valencia. Hann hrósaði Courtois í hástert.

„Thibaut Courtois er Diego Maradona, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo markmanna. Hann er svo miklu betri en allir hinir og hann stendur alltaf fyrir sínu og það er orðið eðlilegt. Courtois er besti markmaður sem ég hef séð," sagði Canizares.


Athugasemdir
banner
banner