Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 20. september 2024 15:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Er Haukur maðurinn á bakvið Alexander Isak?
Alexander Isak er einn allra besti framherji ensku úrvalsdeildarinnar.
Alexander Isak er einn allra besti framherji ensku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Haukur Heiðar fagnar marki með AIK árið 2016.
Haukur Heiðar fagnar marki með AIK árið 2016.
Mynd: Getty Images
Árið 2016 steig Alexander Isak sín fyrstu skref í meistaraflokki. Sænski markaskorarinn, sem leikur með Newcastle í ensku úrvalsdeildinn og var orðaður t.a.m. við Arsenal í sumar, lék þá með uppeldisfélagi sínu, AIK í Stokkhólmi.

Isak skoraði tíu mörk í 24 deildarleikjum með AIK og var keyptur í kjölfarið til Dortmund. Hjá AIK lék hann með íslenska landsliðsmanninum Hauki Heiðari Haukssyni. Haukur ræddi við Fótbolta.net í vikunni og var hann spurður út í Isak.

„Þegar hann kom fyrst á æfingu, þá var hann kannski 16 ára, og maður sá það strax... hann einhvern veginn flaut yfir völlinn. Hann var náttúrulega ekki neitt neitt, var alveg frekar hávaxinn en var eins og ljósastaur. Það var eitthvað við hann, hraðabreytingar og svona, þannig maður hugsaði strax að þetta ætti eftir að verða eitthvað," sagði Haukur. Viðtalið má nálgast í spilaranum neðst.

„Það hefur í raun og veru ekki komið mér á óvart hvernig hann hefur þróast. Mér fannst hann vera það góður að maður sá alveg fyrir sér að hann yrði toppleikmaður."

„Svo vil ég taka það fram líka að fyrsta markið hans í Allsvenskunni, ég lagði það upp! Þetta er í raun og veru mér að þakka að hann sé þarna í dag,"
sagði Haukur á léttu nótunum. Markið skoraði Isak með hægri fæti í 2. umferð deildarinnar, gegn Östersund á útivelli eftir fyrirgjöf frá Hauki.

„Ég horfi mikið á enska boltann og það er gaman að horfa á hann. Hann var mjög góður þegar hann kom inn í liðið okkar, kom líka inn í gott umhverfi. Við vorum með reynsluboltann Henok Goitom frammi, hann held ég að hafi hjálpað honum mikið. Sömuleiðis það að liðið okkar var gott og við spiluðum bolta sem hentaði honum kannski vel," sagði Haukur.

Isak er 24 ára og varð í ágúst 2022 dýrasti leikmaður í sögu Newcastle þegar enska félagið keypti hann á um 60 milljónir punda frá Real Sociedad.
Haukur Heiðar - Bikarúrslit, Deano og Alexander Isak
Athugasemdir
banner
banner
banner