Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 19. september 2024 14:00
Elvar Geir Magnússon
Lögregluvarðstjórinn dæmir bikarúrslitaleikinn
Pétur Guðmundsson.
Pétur Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lögregluvarðstjórinn Pétur Guðmundsson dæmir bikarúrslitaleik KA og Víkings á Laugardalsvelli á laugardaginn.

Þetta er annar bikarúrslitaleikur Péturs en hann dæmdi úrslitaleik Víkings og FH 2019. Víkingur vann þann leik og hefur ekkert annað lið orðið bikarmeistari síðan.

Leikur KA og Víkings hefst klukkan 16 á laugardag en miðasala er í gangi. Veðurspáin er góð og miðasala hefur farið vel af stað.

Dómari: Pétur Guðmundsson
Aðstoðardómarar: Bryngeir Valdimarsson og Gylfi Már Sigurðsson
Fjórði dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Eftirlitsmaður KSÍ: Gunnar Jarl Jónsson
Ertu ánægð/ur með ráðningu á Arnari Gunnlaugs sem landsliðsþjálfara, eins og allt stefnir í?
Athugasemdir
banner
banner