Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
   fös 20. september 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Ef hann leggur skóna á hilluna verðum við að virða það"
Mynd: Getty Images

Jesus Navas, leikmaður Sevilla, gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik á ferlinum en hann hefur verið að berjast við meiðsli á mjöðm í mörg ár.


Hann greindi sjálfur frá því að mjöðmin hefur verið að plaga hann undanfarin fjögur ár en það er dagamunur á honum og hefur hann því getað spilað. Hann hefur tekið þátt í öllum leikjum Sevilla á tímabilinu til þessa en hann skoraði sigurmarkið gegn Getafe um síðustu helgi.

Navas skrifaði undir samning við Sevilla út árið og ætlaði sér að hefja störf bakið tjöldin hjá félaginu eftir það. Hann gæti hins vegar þurft að hætta fyrr en áætlað var.

„Hann hefur áunnið sér réttinn að ákveða sína framtíð og við virðum það. Hann myndi spila fyrir okkur þangað til hann verður 45 ára en heilsan er í fyrsta sæti. Félagið er á slæmum stað og hann vill hjálpa," sagði Francisco Javier Garcia Pimienta stjóri liðsins.

„Hann segir við sjálfan sig að hann ætli að halda út í sex mánuði. Ef hann nær því er það útaf því að mjöðmin virðir hann. Ef hann ákveður að hætta í dag verðum við að virða það."


Athugasemdir
banner
banner