Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 19. september 2024 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísland í dag - Afturelding fær Fjölni í heimsókn í umspilinu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Seinni undanúrslitaleikurinn í umspili um sæti í Bestu deild hefst í kvöld þar sem Afturelding fær Fjölni í heimsókn.


Afturelding var í basli í upphafi tímabilsins en náði að rífa sig í gang og vann fimm af síðustu sex leikjum sínum.

Þessi eini tapleikur kom einmitt gegn Fjölni en það var eini sigur Fjölnis í síðustu níu leikjunum. Fjölnir vann báða leikina gegn Aftureldingu í sumar. Liðið var á toppnum fram í 18. umferð en féll niður í 3. sætið að lokum eftir 4-0 tap gegn Keflavík í lokaumferðinni.

Keflavík vann ÍR í hinum undanúrslitaleiknum í gær 4-1. Keflavík og ÍR mætast í seinni leik liðanna í Keflavík á sunnudaginn en Fjölnir fær Aftureldingu í heimsókn á mánudaginn.

fimmtudagur 19. september
19:15 Afturelding-Fjölnir (Malbikstöðin að Varmá)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner