Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
banner
   fim 19. september 2024 15:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Miðjumaður Víkings með mjög sterka KA tengingu
Viktor Örlygur er afabarn fyrrum formanns knattspyrnudeildar KA.
Viktor Örlygur er afabarn fyrrum formanns knattspyrnudeildar KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Örn Atlason er sömuleiðis með tengingu við KA.
Davíð Örn Atlason er sömuleiðis með tengingu við KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír leikmenn Víkings hafa tekið þátt í öllum fjórum bikarúrslitaleikjum liðsins á síðustu árum. Erlingur Agnarsson er sá eini sem hefur byrjað alla leikina en þeir Nikolah Hansen og Viktor Örlygur Andrason hafa einnig komið við sögu í þeim öllum.

Í morgun var hér á Fótbolta.net birt viðtal við Viktor sem þeir Sverrir Örn Einarsson og Haraldur Örn Haraldsson tóku.

Þar ræddi Viktor um Víking og KA og kom upp úr krafsinu að hann er með sterka KA tengingu.

„Ég á ættir að rekja til Akureyrar og til KA," sagði Víkingurinn í þættinum.

Hann kom inn á að margir leikir KA og Víkings hafi verið mjög spennandi síðustu ár og ráðist með mörkum í blálokin.

Örlygur Ívarsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar KA, er afi Viktors. „Örlygur og kona hans Bryndís Þorvaldsdóttir buðu KA menn ætið velkomna og var heimili þeirra um margra ára skeið sem félagsheimili KA," segir í frétt KA af andláti Örlygs í nóvemer 2015.

Móðir Viktors er Harpa María Örlygsdóttir sem er systir Örmars og Þorvaldar sem urðu Íslandsmeistarar með KA árið 1989. Þorvaldur er í dag formaður KSÍ.

„Ég lærði nokkra hluti í KA, maður var á sumrin þar og lék sér í Lundarskóla," sagði Viktor í þættinum.

Bikarúrslitaleikurinn hefst klukkan 16:00 á laugardag og fer fram á Laugardalsvelli.
Viktor Örlygur á leið í sinn fimmta bikarúrslitaleik
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner