Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
Kári Sigfússon: Get hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér
Árni Guðna: Veit ekki hverju ég get lofað þeim núna
Haraldur Freyr: Refsuðum og vorum skilvirkir
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
banner
   mið 18. september 2024 22:20
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Refsuðum og vorum skilvirkir
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflvíkingar stigu stórt skref í átt að Laugardalsvelli og úrslitaleik um sæti í Bestu deild karla að ári gegn Fjölni eða Aftureldingu þegar liðið bar sigurorð af ÍR í Breiðholti fyrr í kvöld. Lokatölur urðu 4-1 fyrir Keflavík sem fer með gott veganesti í síðari leik liðanna í undanúrslitum sem fram fer í Keflavík næstkomandi sunnudag. Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur var til viðtals við Fótbolta.net eftir leik.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  4 Keflavík

„Það er bara hálfleikur í þessu og seinni leikurinn á sunnudaginn en þetta eru góð úrslit fyrir okkur í hörkuleik og að komast með 4-1 héðan er gott veganesti. Leikurinn byrjar svolítið illa fyrir okkur og mér fannst ÍR liðið vera ofan á og mikill andi og barátta í þeim. Við vinnum okkur svo inn í leikinn og komum okkur í góða stöðu og gerum þrjú góð mörk. Kannski óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn og fá á okkur mark rétt fyrir hálfleik. En við svöruðum því vel og komumst í 4-1.“ Sagði Haraldur um leikinn.

Keflvíkingar voru virkilega klíniskir ef svo má að orði komast fyrir framan mark heimamanna í dag og refsuðu þeim grimmilega fyrir þeirra mistök.

„Völlurinn var þungur , blautur og erfiður. En við bara refsuðum og vorum mjög skilvirkir í dag.“

Ef hann slær til hans þá er það bara víti og rautt
Axel Ingi Jóhannesson hægri bakvörður Keflavíkur fékk að líta beint rautt spjald undir lok leiks og vítaspyrna dæmd fyrir brot hans. Sá Haraldur hvað bjó þar að baki?

„Nei ég sá atvikið ekki en dómarinn metur það þannig að hann hafi slegið til hans og þá er það réttilega víti og rautt. Minn maður segir að þeir hafi verið að toga hvor í annann og hann hafi slegið eitthvað frá sér en ég á eftir að sjá þetta á myndbandi.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner