Á síðustu misserum höfum við á Fótbolta.net birt lista yfir fimm bestu leikmennina í hverri línu fyrir sig í Bestu deild karla. Farið var yfir þessa lista í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.
Sérstakar dómnefndir völdu fimm bestu markverðina, varnarmennina, miðjumennina og sóknarmennina.
Sérstakar dómnefndir völdu fimm bestu markverðina, varnarmennina, miðjumennina og sóknarmennina.
Tómas Þór Þórðarson, Víkingur mikill, fannst skrítið að Nikolaj Hansen hefði ekki komið sér á lista yfir bestu sóknarmennina. Nikolaj var í efsta sæti hjá dómnefndinni sem var sett saman í fyrra en komst ekki á lista núna.
„Fyrirgefðu, gleymdist ekki einhver?" sagði Tómas og var þá að tala um Nikolaj.
„Gleymdist hann ekki? Er Nikolaj Hansen ekki á meðal fimm bestu sóknarmanna Bestu deildarinnar? Þú hlýtur að vera sammála mér. Þú verður að taka einhvern út til að setja einhvern inn en ég myndi skipta á Niko og Jónatan (Inga Jónssyni). Hinir eru vel að þessu komnir."
„Að Nikolaj Hansen sé ekki á topp fimm er bara rangt val," sagði Elvar Geir Magnússon. „Þetta er bara samkvæmisleikur, til gamans gert en hann á 100 prósent að vera á topp fimm."
Patrick Pedersen, sóknarmaður Vals, trónir á toppi listans að þessu sinni.
Athugasemdir