Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 20. september 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Álitsgjafar spá í bikarúrslitin - „Get ekki séð annað í kortunum"
Víkingar eru ríkjandi bikarmeistarar.
Víkingar eru ríkjandi bikarmeistarar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA-menn eru í bikarúrslitum annað árið í röð.
KA-menn eru í bikarúrslitum annað árið í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, fjórfaldur bikarmeistari sem þjálfari.
Arnar Gunnlaugsson, fjórfaldur bikarmeistari sem þjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Víkings og KA fyrr í sumar.
Úr leik Víkings og KA fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur Gunnarsson er einn af álitsgjöfunum.
Valur Gunnarsson er einn af álitsgjöfunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun fer úrslitaleikurinn í Mjólkurbikar karla fram þegar Víkingur Reykjavík og KA eigast við á Laugardalsvelli.

Við á Fótbolta.net fengum átta álitsgjafa til að spá í spilin fyrir þennan áhugaverða úrslitaleik. Svona spá þeir leiknum:

Aron Guðmundsson, íþróttafréttamaður hjá Stöð 2
Ég spái því að Víkingar haldi áfram einokun sinni á bikarmeistaratitlinum en tæpt verður það. Viðar Örn kemur KA mönnum á bragðið í leik sem mun standa 2-1 KA í vil skömmu fyrir leikslok. Víkingar munu hins vegar ná að jafna leikinn og knýja fram framlengingu. Þar verður það Oliver Ekroth sem tryggir þeim 3-2 sigur með skalla eftir hornspyrnu. Sá fimmti í röð fer í Fossvoginn.

Baldur Sigurðsson, margfaldur bikarmeistari
Ég get ekki séð annað í kortunum en að við fáum skemmtilegasta bikarúrslitaleik þessa fyrsta aldarfjórðungs. Þó það sé erfitt að toppa leikinn 2018 þá mun þessi gera það. Það verður 2-2 eftir venjulegan leiktíma þar sem bæði lið klúðra dauðfærum til að tryggja sigurinn á lokamínútunum. Bæði lið skora síðan í framlengingunni og við fáum dramatíska vítaspyrnukeppni þar sem Stubbur verður hetja KA manna í fimmtu spyrnu Víkinga.

Arnar Pálmi Kristjánsson, leikmaður Völsungs
Frændi minn Ásgeir skorar og leggur upp geðveikt mark fyrir VÖK í fyrri hálfleik. Víkingar klóra aðeins í bakkann með skalla frá vini mínum Nikolaj Hansen en það verður því miður aðeins of seint og KA menn klára þetta.

Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamaður á RÚV
Það er einhver hefndarlykt í loftinu — en það er ekki hægt að horfa fram hjá þessum fílabeinsturn sem Víkingar haft byggt sér í bikarnum. Sálfræðilegi þátturinn kemur þessu yfir línuna

KA kreista fram framlengingu en lengra komast þeir ekki með hefndina. Danni Hafsteins mætir í skrímslagír á Laugardalsvöll og setur öskrara. Hrannar Björn leggur upp á hann og fær gult spjald í fagnaðarlátunum þegar hann lætur einhvern Húsvískan trylling út úr sér

Djuricinn kom Víkingum áður yfir enda búinn að Secreta Laugardalsvallar mark í þrjú ár.

Helgi Guðjóns lokar þessu fyrir Víkinga í framlengingu. Norðanmenn gjamma um “ef og hefði” bikartitlana næstu árin. Enda sem einhver rugluð lína frá Saint-Pete.

Kristófer Konráðsson, leikmaður Grindavíkur
Því miður fyrir Akureyringa, þá aðallega Frey Jónsson sem verður áfram í fýlu í Florida, þá eru Víkingar farnir að minna á prime Manchester United (03-09). They just get the job done og safna titlum!

Þetta verður hins vegar hnífjafn leikur sem einhvern veginn endar 4-1 fyrir Víkingum. Íslenski Seedorf (Valdimar, huge læri) setur tvö, Hansen eitt og Óskar Örn setur eitt frá miðju í 2012 F50 Adizero. Elli Agnars eins og Becks á kantinum, þrjú assist, allt úr fyrirgjöfum og fær sér fastar fléttur eftir leik!

Mikael Nikulásson, Þungavigtin
Það er mikið undir fyrir nokkur lið í bestu deildinni að Víkingar fari ekki að taka uppá því allt í einu að misstíga sig í bikarúrslitaleik uppúr þurru. Reikna með Stjörnumönnum skagamönnum og FH-ingum víkingsmegin í stúkunni á þessum leik að syngja og tralla. Norðanmenn munu gera allt á 90 mínútum til að eyðileggja Evrópudraum þessara liða þetta árið og koma í leiðinni með þennan bikar í fyrsta skipti norður yfir heiðar.

En því miður verður þeim ekki að ósk sinni og Víkingar gefa okkur sem fylgjumst vel með spennandi úrslitakeppni sem verður að mér skilst ca út þetta ár.

Þeir eru með mikið betra lið og ég sé ekki minn mann Arnar Gunnlagssson fara að klúðra þessu með tækifærið fyrir framan sig að vinna tvöfalt annað árið í röð og skrá sig þar með sitt lið á blað sem besta lið sögunnar á Íslandi og komnir áfram í Evrópu líka.

Viðar Örn skorar 100% fyrir KA í þessum leik en því miður nægir það ekki að þessu sinni því Aron Elís, Gísli Gotti og Djuric skora líka í 3-1 sigri Víkinga.

Orri Fannar Þórisson, þjálfari KV
VÖK-vélin skorar á fyrstu mínútunum. Það verður þeim að falli að hafa skorað of snemma og taka Víkingar þá yfir leikinn. Djuric skorar rétt fyrir hálfleik svo mun Framarinn geðugi, Helgi Guðjónsson henda í tvö til að klára leikinn.

Valur Gunnarsson, Innkastinu
Við höfum séð þennan leik áður. KA-menn verða sprækir og eiga á köflum ágætis kafla á einhverjum kafla í leiknum. Víkingar leiða 1-0 í hálfleik. KA-menn koma fínir til leiks í seinni en Víkingur refsar og skora 2-0 úr skyndisókn. Endar í solid 3-1 sigri Íslands- og bikarmeistarana og við erum með alvöru baráttu um fjórða sætið í þeirri Bestu áfram.

Niðurstaðan:
6 spá Víkingi sigri
2 spá KA sigri

Hvernig fer þetta eiginlega?
Athugasemdir
banner
banner
banner