Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   fös 20. september 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Björgvin Karl spáir í 3. umferð Bestu kvenna eftir skiptingu
Björgvin Karl spáir í leikina.
Björgvin Karl spáir í leikina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samantha Smith er á láni hjá Breiðabliki frá FHL.
Samantha Smith er á láni hjá Breiðabliki frá FHL.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Neðri hlutanum í Bestu deild kvenna er lokið. Keflavík og Fylkir féllu úr deildinni. En það á enn eftir að koma í ljós hvaða lið verður meistari.

Það eru þrjár umferðir eftir í efri hlutanum og hefst ein slík í kvöld með einum leik. Svo eru tveir leikir á sunnudag.

Við fengum Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfara ársins í Lengjudeildinni, til að spá í leikina sem eru framundan. Björgvin Karl er þjálfari FHL sem mun leika í Bestu deild kvenna á næsta tímabili. „Fínasta veður í borginni - þurrt en það rignir mörkum," segir hann.

Víkingur R. 3- 2 Þróttur R. (18:00 í kvöld)
Bæði lið hafa verið að spila nokkuð vel undanfarið. Bæði lið með góða og reynda þjálfara og þetta verður hörkuleikur. Ég spái 3-2 sigri Víkings; Linda Líf, Shaina og Selma með mörkin og Freyja setur tvö fyrir Þrótt.

Valur 3 - 1 FH (14:00 á sunnudag)
Mér hefur fundist vanta bit í sóknarleik Vals undanfarið en varnarleikurinn verið afbragðs. Pétur verður búinn að fínpússa sóknarleikinn en Guðni og Hlynur hafa verið að gefa yngri leikmönnum tækifæri og virðast vera að undirbúa liðið fyrir næsta ár. Fyrir Val skora Jasmín, Guðrún Elísabet og Ísabella Sara en fyrir FH skorar Snædís María.

Breiðablik 4 - 3 Þór/KA (14:00 á sunnudag)
Verður markaleikur þar sem Nik og Jói fá báðir gult. Bæði liðin spila góðan fótbolta og ráðast úrslitin af einstaklingsgæðum. Mörk Blika skora Sammy (2) Katrín (1) og Hrafnhildur Ása (1). Mörk Þórs/KA skora Sandra María (2) og Hulda Ósk (1).
Athugasemdir
banner
banner
banner