Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
banner
   fim 19. september 2024 08:30
Elvar Geir Magnússon
Valdi bara tvo fyrrum liðsfélaga sína í besta Liverpool lið sögunnar
Carragher og Gerrard.
Carragher og Gerrard.
Mynd: Getty Images
Ian Rush er í liðinu.
Ian Rush er í liðinu.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher hefur sett saman úrvalslið úr bestu leikmönnum Liverpool í sögunni og valdi aðeins tvo fyrrum liðsfélaga sína í liðið. Þá valdi hann tvo núverandi leikmenn félagsins.

Carragher kom upp ur akademíu Liverpool og lék fyrir félagið í sextán ár áður en hann lagði skóna á hilluna 2013. Stæsta stundin á ferli hans var sigur í Meistaradeildinni.

„Ég tek Ray Clemence í markið frekar en Alisson, vegna þess að hann vann svo marga titla. Þegar Trent Alexander-Arnold hefur lokið sínum ferli vel ég hann væntanlega en í dag vel ég Phil Neal því hann vann fjóra Evróputitla," segir Carragher sem opinberaði val sitt í hlaðvarpsþættinum Stick to Football.

„Miðvarðaparið er Virgil van Dijk og Alan Hansen, þeir yrðu frábært par. Nicol er í vinstri bakverði, hann var leikmaður sem var ekki ólíkur mér og gat spilað í báðum bakvarðastöðunum eða sem miðvörður. Hann reyndist Liverpool vel."

Það kemur ekki á óvart að Carragher velur John Barnes enda hefur hann alltaf talað mikið og vel um hann. Carragher kom inn í aðallið Liverpool þegar Barnes var á lokatímabili sínu á Anfield. Carragher velur að sjálfsögðu Steven Gerrard og getur ekki horft framhjá Mo Salah.

„Graeme Souness verður að vera við hlið Gerrard. Frammi er Kenny Dalglish auðvelt val og Ian Rush er með honum vegna þess sem hann afrekaði. Ef Luis Suarez hefði unnið fleiri titla hefði ég sett hann í liðið."

Besta Liverpool lið sögunnar, valið af Carragher:

Markvörður: Ray Clemence

Vörn: Phil Neal, Alan Hansen, Virgil van Dijk, Steve Nicol

Miðja: Mo Salah, Graeme Souness, Steven Gerrard, John Barnes

Sókn: Kenny Dalglish, Ian Rush
Athugasemdir
banner
banner
banner