Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 20. september 2024 19:56
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: Jafnt hjá Víkingi og Þrótti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Víkingur R. 1 - 1 Þróttur R.
1-0 Hulda Ösp Ágústsdóttir '64
1-1 Þórdís Nanna Ágústsdóttir '86

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 Þróttur R.

Víkingur R. tók á móti Þrótti í Reykjavíkurslag í eina leik kvöldsins í Bestu deild kvenna.

Víkingar gátu þar tekið þriðja sætið af Þór/KA með sigri á meðan Þróttur gat stokkið yfir FH með sigri eða jafntefli.

Staðan var markalaus eftir afar bragðdaufan fyrri hálfleik, þar sem Þróttur átti bestu færin, en Hulda Ösp Ágústsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 64. mínútu.

Hún tók þar forystuna fyrir Víking og kom markið upp úr þurru, eftir fyrirgjöf frá Emma Steinsen.

Linda Líf Boama komst nálægt því að tvöfalda forystu heimakvenna, áður en gestirnir úr Laugardalnum gerðu jöfnunarmark eftir góða hápressu. Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir fékk boltann en var undir pressu frá Þórdísi Nönnu Ágústsdóttur og tókst ekki að hreinsa boltann. Sigurborg sparkaði boltanum í Þórdísi og þaðan fór hann í netið til að jafna metin á 86. mínútu.

Skömmu síðar fékk Þórdís Nanna dauðafæri til að stela sigrinum fyrir Þrótt en skaut rétt framhjá.

Víkingur er áfram í fjórða sæti, nú með 33 stig eftir 21 umferð.

Þróttur fer upp í fimmta sæti á markatölu og er þar með 25 stig.

Það eru aðeins þrjár umferðir eftir í Bestu deild kvenna, þar sem Valur og Breiðablik keppast um Íslandsmeistaratitilinn enn eina ferðina og mætast í innbyrðisviðureign í lokaumferð deildartímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner