Fimmta umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram um helgina. Umferðin hefst í hádeginu á laugardag og lýkur með stórleika Manchester City og Arsenal.
Ingimar Helgi Finnsson er spámaður helgarinnar. Hann fylgir á eftir Jóni Kára Eldon sem var með fjóra rétta um síðustu helgi.
Svona spáir Ingimar leikjunum:
Ingimar Helgi Finnsson er spámaður helgarinnar. Hann fylgir á eftir Jóni Kára Eldon sem var með fjóra rétta um síðustu helgi.
Svona spáir Ingimar leikjunum:
West Ham 2 – 2 Chelsea (laugardagur, 11:30)
Þetta er mesta 1x2 dæmi sem ég hef séð í langan tíma. West Ham með nýtt konsept hjá Lopetegui og Chelsea líta ágætlega út en stálheppnir að fá ekki 2-3 á sig á móti Bournemouth. Hefjum þessa helgi með 2-2 veislu í hádeginu.
Aston Villa 3 – 0 Wolves (laugardagur, 14:00)
Úlfarnir eru í brasi og ég skil ekki afhverju Pablo Sarabia er alltaf á bekknum þarna. Þægilegur kaffi og sígó leikur hjá Villa. John Dúran með eitt af bekk.
Fulham 2 – 1 Newcastle (laugardagur, 14:00)
Kannski óvænt, en Newcastle hafa verið að grinda út leiki, enda með alvöru mannskap. Ég ætla að spá að það verði óvæntur sigur við Thames. Fulham hafa verið ágætir af því sem ég hef séð af þeim. Adama Traore verður MOM.
Leicester 3 - 2 Everton (laugardagur, 14:00)
Óvæntur banger þessi! Tvö lið sem eiga enn eftir að vinna leik. Það lifir enn í gömlum glæðum hjá gerpinu honum Jamie Vardy. Hann skorar í þessum. Everton kemst í 0-1 en fer gjörsamlega á taugum og Leicester snýr þessu við.
Liverpool 3 – 0 Bournemouth (laugardagur, 14:00)
Þægilegur leikur fyrir Liverpool að skoppa til baka í deildinni eftir slysið á móti Nottingham. Salah show. Mér líst mjög vel á þetta Slot dæmi, er reyndar mikill Iraola maður vegna þess að ég keypti hann oft í Football Manager í gamla daga. Hann var alltaf með 20 í aggression minnir mig.
Southampton 1 - 1 Ipswich (laugardagur, 14:00)
Tvö lið sem ekki hafa unnið leik ennþá og það breytist ekki.
Tottenham 3 - 2 Brentford (laugardagur, 14:00)
Ég er skíthræddur við þennan leik. Brentford líta vel út og settu alvöru pressu á City. Enginn Wissa og ég veit fyrir víst að hann hefði skorað gegn mínum mönnum. Eigum við ekki að Solanke hefji markaskorun sína þarna fyrir Spurs. Setur 2 í mörk í thriller, ég einu skrefi nær því að verða sköllóttur úr stressi.
Crystal Palace 2 – 1 Manchester United (laugardagur, 16:30)
Óvæntur. United menn óheppnir að þurfa að mæta í síðdegis stemninguna undir flóðljósunum á Selhurst Park. Eze og Mateta skora. Zirkzee klórar í bakkann.
Brigthon 2 – 0 Nottingham Forest (sunnudagur, 13:00)
Sá yngsti, Hurzeler heldur partýinu eitthvað gangandi þarna áfram. Mitoma show.
Man City 2 - 1 Arsenal (sunnudagur, 15:30)
Svakalegur leikur fyrir margra hluta sakir. Arsenal getur komið með planið sitt eins og virkaði vel á móti Spurs. Ef þeir gera það í þessum leik þá vinna City. Væri til í að Arsenal myndi setja pressu á City og þora að sækja almennilega. Stýra leiknum. Þá gætu þeir unnið. Hinsvegar gera þeir það ekki og hundurinn Win verður sendur út í sveit. Haaland og Foden með mörk City og Kai Havertz hinn vanmetni með mark úr víti.
Fyrri spámenn:
Danijel Djuric (6 réttir)
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Jón Kári (4 réttir)
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 20 | 14 | 5 | 1 | 48 | 20 | +28 | 47 |
2 | Nott. Forest | 21 | 12 | 5 | 4 | 30 | 20 | +10 | 41 |
3 | Arsenal | 20 | 11 | 7 | 2 | 39 | 18 | +21 | 40 |
4 | Chelsea | 21 | 10 | 7 | 4 | 41 | 26 | +15 | 37 |
5 | Newcastle | 20 | 10 | 5 | 5 | 34 | 22 | +12 | 35 |
6 | Man City | 21 | 10 | 5 | 6 | 38 | 29 | +9 | 35 |
7 | Bournemouth | 21 | 9 | 7 | 5 | 32 | 25 | +7 | 34 |
8 | Aston Villa | 20 | 9 | 5 | 6 | 30 | 32 | -2 | 32 |
9 | Fulham | 21 | 7 | 9 | 5 | 32 | 30 | +2 | 30 |
10 | Brentford | 21 | 8 | 4 | 9 | 40 | 37 | +3 | 28 |
11 | Brighton | 20 | 6 | 10 | 4 | 30 | 29 | +1 | 28 |
12 | West Ham | 21 | 7 | 5 | 9 | 27 | 41 | -14 | 26 |
13 | Tottenham | 20 | 7 | 3 | 10 | 42 | 30 | +12 | 24 |
14 | Man Utd | 20 | 6 | 5 | 9 | 23 | 28 | -5 | 23 |
15 | Crystal Palace | 20 | 4 | 9 | 7 | 21 | 28 | -7 | 21 |
16 | Everton | 19 | 3 | 8 | 8 | 15 | 25 | -10 | 17 |
17 | Wolves | 20 | 4 | 4 | 12 | 31 | 45 | -14 | 16 |
18 | Ipswich Town | 20 | 3 | 7 | 10 | 20 | 35 | -15 | 16 |
19 | Leicester | 20 | 3 | 5 | 12 | 23 | 44 | -21 | 14 |
20 | Southampton | 20 | 1 | 3 | 16 | 12 | 44 | -32 | 6 |
Athugasemdir