Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 19. september 2024 19:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guðrún vann Íslendingaslag - Tuttugasti sigurinn í röð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Ótrúlegt gengi Rosengard í sænsku deildinni heldur áfram.


Guðrún Arnardóttir var á sínum stað í öftustu línu hjá Rosengard þegar liðið vann Vaxjo í Íslendingaslag 4-0. Liðið er með fullt hús stiga eftir tuttugu leiki en liðið er með 14 stiga forystu á Hacken.

Bryndís Arna Níelsdóttir var í byrjunarliði Vaxjö en Þórdís Elva Ágústsdóttir kom inn á sem varamaður þegar um tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma en Bryndís fór af velli stuttu áður.

Vaxjö er með 25 stig í áttunda sæti eftir tuttugu umferðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner