Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
banner
   fim 19. september 2024 21:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Raya hrósaði markmannsþjálfaranum - „Ég var heppinn"
Leikmenn Arsenal ánægðir með Raya í kvöld
Leikmenn Arsenal ánægðir með Raya í kvöld
Mynd: EPA

David Raya bjargaði stigi fyrir Arsenal þegar hann varði í tvígang stórkostlega frá Mateo Retegui framherja Atalanta í Meistaradeildinni í kvöld.


Arsenal heimsótti Atalanta en þetta var frekar lokaður leikur. Í upphafi seinni hálfleiks fékk Atalanta vítaspyrnu. Retegui steig á punktinn en Raya varði spyrnuna frá honum, Retegui fékk boltann aftur og skallaði á markið en Raya varði aftur stórkostlega.

„Ég var heppinn að skutla mér í rétta átt, óheppinn að boltinn fór beint aftur til hans. Ég var bara nógu snöggur til að verja frákastið. Það var frábært að halda hreinu og hjálpa liðinu að ná allavega í stig," sagði Raya.

Thomas Partey gerðist brotlegur innan vítateigs og var atvikið skoðað í VAR í dágóðan tíma. Raya nýtti tímann og ræddi við Inaki Cana, markmannsþjálfara Arsenal, á meðan.

„Ég fór að ræða við markmannsþjálfarann til að hafa betri tilfinningu fyrir því hvert ég ætti að skutla mér. Hann hefur hjálpað mér á öllum sviðum, hann á hrós skilið, hann gerir alla vinnuna," sagði Raya.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner