Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
banner
   fim 19. september 2024 18:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik
Florian Wirtz
Florian Wirtz
Mynd: EPA

Leverkusen vann öruggan sigur á Feyenoord á útivelli í deildakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.


Þeir þýsku gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik en Florian Wirtz skoraði tvennu. Fyrra markið hans kom snemma leiks og hann bætti öðru marki sínu við eftir rúmlega hálftíma leik en stuttu áður hafði Alex Grimaldo skorað annað mark liðsins. Jeremie Frimpong lagði bæði mörkin upp.

Undir lok fyrri hálfleiks kom fjórða markið en þá átti Edmond Tapsoba skalla fyrir markið en Timon Wellenreuther, markvörður Feyenoord varð fyrir því óláni að missa boltann í gegnum klofið á sér og boltinn rúllaði í netið og þar við sat.

Þá sigraði Benfica Rauðu Stjörnuna en tyrkneski landsliðsmaðurinn Kerem Akturkoglou sem skoraði þrennu gegn íslenska landsliðinu á dögunum kom Benfica yfir.

Orkun Kokcu spilaði einnig gegn íslenska liðinu en hann bætti öðru markinu við í kvöld. Undir lok leiksins tókst Milson að minnka muninn fyrir Rauðu Stjörnuna en nær komust þeir ekki.

Crvena Zvezda 1 - 2 Benfica
0-1 Muhammed Kerem Akturkoglu ('9 )
0-2 Orkun Kokcu ('29 )
1-2 Felicio Milson ('86 )

Feyenoord 0 - 4 Bayer
0-1 Florian Wirtz ('5 )
0-2 Alex Grimaldo ('30 )
0-3 Florian Wirtz ('36 )
0-4 Timon Wellenreuther ('45 , sjálfsmark)


Athugasemdir
banner
banner
banner