PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   mið 18. september 2024 16:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu mörkin úr stórsigri Man Utd - Rashford og Garnacho óstöðvandi
Rashford og Garnacho voru funheitir á Old Trafford í gær.
Rashford og Garnacho voru funheitir á Old Trafford í gær.
Mynd: Getty Images
Antony fiskaði vítið og skoraði svo úr því.
Antony fiskaði vítið og skoraði svo úr því.
Mynd: Getty Images
Manchester United valtaði yfir C-deildarlið Barnsley í 32-liða úrslitum enska deildabikarsins í gærkvöldi.

Marcus Rashford, sem hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið ár fyrir frammistöðu sína, virðist vera að finna sitt gamla form. Hann skoraði tvö í gær og skoraði líka gegn Southampton um helgina.

Það var Alejandro Garnacho sem lagði upp bæði mörk Rashford en Argentínumaðurinn skoraði sjálfur þriðja og fjórða mark United í leiknum. Annað mark United skoraði Antony úr vítaspyrnu, hans fyrsta mark á tímabilinu. Rashford og Christian Eriksen lögðu upp mörk Garnacho.

Eriksen bætti svo við tveimur mörkum áður en flautað var til leiksloka en Bruno Fernandes, sem kom inn af bekknum, lagði upp bæði mörkin. Mörkin má sjá í spilaranum hér að neðan.

Manchester Utd 7 - 0 Barnsley
1-0 Marcus Rashford ('16 )
2-0 Antony ('35 , víti)
3-0 Alejandro Garnacho ('45 )
4-0 Alejandro Garnacho ('49 )
5-0 Marcus Rashford ('58 )
6-0 Christian Eriksen ('81 )
7-0 Christian Eriksen ('85 )


Athugasemdir
banner
banner
banner