Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 19. september 2024 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rodgers: Spilum gegn Bayern í úrslitum
Mynd: EPA

Brendan Rodgers, stjóri Celtic, sló á létta strengi eftir öruggan 5-1 sigur Celtic gegn Slovan Bratislava í fyrstu umferð deildarkeppni Meistaradeildarinnar í gær.


Liðið var með þónokkra yfirburði í leiknum en staðan var aðeins 1-0 í hálfleik.

Liðið er í 2. sæti deildarinnar á eftir Bayern sem valtaði yfir Dinamo Zagreb 9-2 á þriðjudaginn.

„Keppnin er búin núna, við spilum gegn Bayern München í úrslitum," sagði Rodgers léttur í bragði.

„Þetta var frábært kvöld fyrir alla. Maður fann fyrir þessu fyrir leikinn. Ég er svo stoltur af liðinu, ákefðin með og án boltans var svo góð, frábært kvöld."


Athugasemdir
banner
banner