Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 20. september 2024 20:38
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Augsburg tapaði þrátt fyrir mikla yfirburði
Mynd: EPA
Augsburg 2 - 3 Mainz
0-1 Armindo Sieb ('13 )
0-2 Jonathan Michael Burkardt ('15 )
1-2 Keven Schlotterbeck ('25 )
1-3 Jonathan Michael Burkardt ('49 )
2-3 Samuel Essende ('57 )
Rautt spjald: Nadiem Amiri, Mainz ('35)
Rautt spjald: Samuel Essende, Augsburg ('70)

Augsburg tók á móti Mainz í fyrsta leik helgarinnar í þýska boltanum og úr varð gríðarlega mikil skemmtun.

Gestirnir í liði Mainz komust í tveggja marka forystu á fyrsta stundarfjórðungi leiksins þar sem Phillipp Mwene lagði upp bæði mörkin.

Keven Schlotterbeck minnkaði muninn fyrir Augsburg sem tók öll völd á vellinum og fékk Nadiem Amiri að líta rautt spjald á 35. mínútu. Amiri fékk tvö gul spjöld á tæpum þriggja mínútna kafla og lágu heimamenn í sókn gegn tíu gestum.

Þrátt fyrir mikinn sóknarþunga og urmul færa tókst Augsburg ekki að jafna metin, þess í stað tvöfaldaði Jonathan Burkardt forystuna í upphafi síðari hálfleiks með öðru marki sínu í leiknum.

Samuel Essende minnkaði muninn aftur niður í eitt mark og fékk svo að líta beint rautt spjald fyrir ljóta tæklingu á 70. mínútu. Tíu leikmenn Augsburg héldu áfram að sækja án afláts en þeim tókst ekki að gera jöfnunarmark þrátt fyrir góðar tilraunir.

Lokatölur urðu því 2-3 fyrir Mainz sem nælir sér í sinn fyrsta sigur á deildartímabilinu. Mainz er með fimm stig eftir fjórar umferðir og skilur Augsburg eftir með fjögur stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner