Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
banner
   fim 19. september 2024 11:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum leikmaður Arsenal sagður höfuðpaurinn í fíkniefnasmygli
 Jay Emmanuel-Thomas í leik gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli.
Jay Emmanuel-Thomas í leik gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótboltamaðurinn Jay Emmanuel-Thomas var nýverið handtekinn og kærður fyrir fíkniefnainnflutning.

Lögreglan á Bretlandseyjum lagði hald á mikið magn kannabisefna á Stansted flugvelli í Lundúnum um síðustu helgi. Um 60 kíló af efnum fundust í tveimur ferðatöskum sem voru að koma frá Bangkok í Taílandi.

Andvirði efnisins eru tæplega 113 milljónir íslenskra króna.

Emmanuel-Thomas, sem spilar í dag með Greenock Morton í Skotlandi, var handtekinn og yfirheyrður en hann er talinn hafa verið höfuðpaurinn á bak við smyglið.

Tvær konur, ein 28 ára og önnur 32 ára, voru einnig handteknar út af málinu.

Emmanuel-Thomas er enn í varðhaldi en hann er í dag 33 ára gamall. Hann var áður í akademíu Arsenal og lék þar fimm leik fyrir aðalliðið. Hann spilaði þá fyrir Queens Park Rangers, Bristol City og Aberdeen. Hann spilaði með Aberdeen á móti Breiðabliki í forkeppni Sambandsdeildarinnar árið 2021 og kom við sögu í leiknum á Laugardalsvelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner