Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
Óli Kristjáns: Var súr að hafa ekki skorað
John um mistökin: Tek hana í 99 skipti af 100
Smá basl en „bikarinn er að fara í Fossvog"
Meira undir fyrir KA - „Vonandi muna flestir eftir tilfinningunni"
Úlfur: Þeir henda einum af sínum bestu mönnum viljandi í bann
Maggi: Menn þurfa fara fyrr úr vinnu og jafnvel skrópa í skóla
Elmar Kári: Ég bara missi hausinn þarna
Haddi: Töluðum um það eftir tapið í fyrra
Arnar Gunnlaugs: Eiginlega bara fáránlegt ef ég á að segja alveg eins og er
Kári Sigfússon: Get hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér
Árni Guðna: Veit ekki hverju ég get lofað þeim núna
Haraldur Freyr: Refsuðum og vorum skilvirkir
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
   fös 20. september 2024 21:03
Sölvi Haraldsson
Óli Kristjáns: Var súr að hafa ekki skorað
Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar.
Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég og John (Andrews) vorum að spaugast með það eftir leik að við vildum fá opnari leik. Þetta var aðeins skárra í seinni hálfleiknum. Sanngjarnt? Ég veit það ekki en ég er ánægður að við komum til baka. Við eigum svo sennilega stærsta færi leiksins í lokin þar sem hefði verið gaman að skora.“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir 1-1 jafntefli við Víking Reykjavík í Víkinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 Þróttur R.

Leikirnir milli liðanna í sumar hafa verið býsna jafnir, afhverju er það?

Við lögðum þessu upp þannig að þora og kasta meira fram. Varnir hvers lið núlluðu sóknarleik hvors liðs út. Það eru sterkir varnarmenn í báðum liðum sem lokuðu á þetta. Þú getur aldrei stjórnað hvernig leikir verða. Víkingar byrjuðu seinni hálfleikinn betur en svo núllaðist þetta út. Ég held að þegar öllu er á botninn hvolft að liðin eru nokkuð áþekt.“

Ólafur segist vera ánægður með alla sína leikmenn í dag.

Ég var ánægður með alla á vellinum í dag. Gaman að Þórey og Þórdís komu inn á. Þórdís er með markanef og var súr að hafa ekki skorað, ég sagði við hana að hún á eftir að koma sér aftur í svona færi og skora. Andardrátturinn ör og púlsinn hár.“

Þróttur á Þór/KA næst en hvernig leggjast þessir leikir í Ólaf og liðið?

Bara spennandi. Þessi leikur og seinustu leikir sér maður að engin er búin að kasta inn handklæðinu. Það er bara að halda áfram og undirbúa sig vel fyrir næstu leiki.

Sagði Ólafur en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner