Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   fös 20. september 2024 09:45
Elvar Geir Magnússon
Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
Powerade
Man Utd ætlar að bjóða Mainoo nýjan samning.
Man Utd ætlar að bjóða Mainoo nýjan samning.
Mynd: Getty Images
Milos Kerkez orðaður við Liverpool.
Milos Kerkez orðaður við Liverpool.
Mynd: EPA
Frimpong er orðaður við Chelsea.
Frimpong er orðaður við Chelsea.
Mynd: Getty Images
Meðal leikja helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni er viðureign Manchester City og Arsenal sem verður á sunnudaginn. Hér er slúðurpakkinn á föstudegi.

Manchester United ætlar að bjóða enska miðjumanninum Kobbie Mainoo (19) nýjan samning til að endurspegla stöðu hans sem fastamaður í aðalliðinu. (Fabrizio Romano)

Manchester United gæti reynt við þýska miðjumanninn Leon Goretzka (29) hjá Bayern München þar sem framtíð danska miðjumannsins Christian Eriksen (32) og Brasilíumannsins Casemiro (32) eru í óvissu. (Manchester Evening News)

Newcastle United, Tottenham Hotspur og Manchester United eru öll að eltast við Angel Gomes (24) miðjumann Lille og Englands. Hann verður samningslaus í lok tímabilsins. (GiveMeSport)

Tottenham, Chelsea og Paris St-Germain leiða kapphlaupið um að fá sænska framherjann Viktor Gyökeres (26) frá portúgalska félaginu Sporting í Lissabon. (Caught Offside)

Liverpool íhugar að fá brasilíska miðvörðinn Gleison Bremer (27) frá Juventus. Hann er talinn kjörinn staðgengil fyrir Virgil van Dijk (33). (Teamtalk)

Newcastle fylgist með Sindre Walle Egeli (18), norskum framherja Nordsjælland sem er kallaður næsti Erling Haaland. West Ham, Crystal Palace, Brighton og Brentford hafa einnig áhuga á þessum táningin sem metinn er á 25 milljónir punda. (Daily Mail)

Liverpool fylgist með ungverska vinstri bakverðinum Milos Kerkez (20) hjá Bournemouth. (TeamTalk)

Hollenski vængbakvörðurinn Jeremie Frimpong (23) hjá Bayer Leverkusen er á fimm manna vallista Chelsea til að leysa af hólmi enska bakvörðinn Reece James (24). (TBR Football)

Chelsea mun ekki lána brasilíska kantmanninn Estevao Willian (17) þegar hann kemur frá Palmeiras næsta sumar. (Goal)

Ítalska félagið Inter vill fá Takehiro Tomiyasu (25) varnarmann Arsenal og Japans í janúar. Arsenal biður um 25 milljónir punda fyrir varnarmanninn. (Daily Mirror)

Manchester City vill hefja viðræður við Ederson (31) um nýjan samning en samningur brasilíska markvarðarins rennur út sumarið 2026. (TBR Football)

Joelinton (28) miðjumaður Newcastle vill að lokum enda ferilinn í heimalandi sínu Brasilíu en er bundinn Newacastle áfram. (Chronicle)

Manchester United hefur áhuga á Tyler Dibling (18) framherja Southampton. Hann hefur hrifið Dan Ashworth íþróttastjóra United. (GiveMeSport)
Athugasemdir
banner
banner
banner