Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 19. september 2024 19:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hálfleikur: Mögnuð tölfræði Lamine Yamal - Markalaust í Bergamó
Mynd: Getty Images

Það er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni. Það er mesta fjörið í Mónakó þar sem heimamenn eru að gera jafntefli gegn Barcelona.


Barcelona lenti í vandræðum snemma leiks þegar Eric Garcia braut á Takumi Minamino sem var að sleppa einn í gegn og fékk rautt spjald.

Stuttu síðar kom Maghnes Akliouche Mónakó yfir. Hinn 17 ára gamli Lamine Yamal jafnaði metin eftir hálftíma leik en staðan er 1-1 í hálfleik.

Yamal hefur verið stórkostlegur undanfarið en hann fór hamförum með spænska landsliðinu sem var Evrópumeistair í sumar. Hann hefur komið að þrettán mörkum hjá spænska landsliðinu og Barcelona í síðustu þrettán leikjum.

Það er fátt um fína drætti í Bergamó þar sem Arsenal er í heimsókn hjá Atalanta. Staðan er markalaus í hálfleik. Þá kom Benjamin Sesko RB Leipzig yfir gegn Atletico Madrid yfir á Spáni snemma leiks eftir góða skyndisókn.

Antoine Griezmann jafnaði metin og staðan er jöfn í hálfleik.

Atalanta 0 - 0 Arsenal

Atletico Madrid 1 - 1 RB Leipzig
0-1 Benjamin Sesko ('4 )
1-1 Antoine Griezmann ('28 )

Brest 1 - 1 Sturm
1-0 Hugo Magnetti ('23 )
1-1 Edimilson Fernandes ('45 , sjálfsmark)

Monaco 1 - 1 Barcelona
1-0 Maghnes Akliouche ('16 )
1-1 Lamine Yamal ('28 )
Rautt spjald: Eric Garcia, Barcelona ('11)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner