Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
   fös 20. september 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Griezmann: Sonur minn notar bikarana sem markstangir
Mynd: EPA
Antoine Griezmann átti frábæran leik þegar Atletico Madrid vann dramatískan sigur á RB Leipzig í Meistaradeildinni í gær.

Atletico lenti undir snemma leiks en Griezmann jafnaði metin áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Hann átti síðan frábæra sendingu inn á teiginn þegar Jose Maria Gimenez skoraði á síðustu mínútu venjulegs leiktíma og tryggði liðinu sigurinn.

„Við reyndum allt til loka. Við vitum að við erum með leikmenn sem geta skorað mörk. Við erum á réttri braut og verðum að halda áfram því þetta er bara byrjunin," sagði Griezmann eftir leikinn.

Griezmann var valinn maður leiksins en sonur hans mun njóta góðs af.

„Sonur minn verður ánægður, hann elskar að leika sér með þessa bikara, hann notar þá markstangir," sagði Griezmann.


Athugasemdir
banner
banner
banner