Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
   mið 18. september 2024 23:00
Sverrir Örn Einarsson
Kári Sigfússon: Get hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér
Lengjudeildin
Kári Sigfússon fagnar í dag.
Kári Sigfússon fagnar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er góð. Gott að liðið nái að koma saman á miðju tímabili eftir að hafa byrjað illa og gott að við séum að sækja sterka sigra.“ Sagði Kári Sigfússon tveggja marka maður í liði Keflavíkur í 4-1 sigri liðsins á ÍR í umspili um sæti í Bestu deildinni í Breiðholti fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  4 Keflavík

Kári var ekki beint nafn á allra vörum í Lengjudeildinni í vor og fór hægt af stað með liði Keflavíkur. Hann hefur þó svo sannarlega verið að springa út að undanförnu og verið lykilmaður í liðinu og áhlaupi þess að sæti í Bestu deildinni að undanförnu. Hvað breyttist hjá honum í sumar?

„Ég byrja á að setja fótboltann númer 1,2 og 3. Næ mér af meiðslum svo voru mér erfið í einhverja 6-7 mánuði. Fókusinn fór því algjörlega á fótboltann og liðið og það er bara að sýna sig núna.“

Keflavík á síðari leikinn í þessu einvígi gegn ÍR eftir á heimavelli næstkomandi sunnudag. Verður ekkert erfitt fyrir leikmenn hugarfarslega séð að gíra sig upp í þá viðureign verandi með 4-1 forskot?

„Það er bara 0-0 í seinni leiknum. Við ætlum bara að vinna þann leik ÍR er með flott lið og ef við erum á hælunum þá refsa þeir okkur fyrir það. Það líka sást í dag í stöðunni 3-0 þar sem þeir skora og komast í 3-1 og eru bara nálægt því að komast í 3-2.“

Mæting áhorfenda hefur ekki verið mikil í Keflavík í sumar ef frá er talið leikurinn gegn Njarðvík í deild og Val í bikar. Gerir Kári og aðrir leikmenn líka ekki kröfu á Keflvíkinga að fjölmenna á völlinn á sunnudag?

„Jú ég hugsa að ég geti hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér í það og auglýsa þetta almennilega. Þá hljótum við að ná 1000 manns. “

Það verður fróðlegt að fylgjast með tiktok reikningi Kára á næstu dögum en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner