Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
Arnar Gunnlaugs: Eiginlega bara fáránlegt ef ég á að segja alveg eins og er
Kári Sigfússon: Get hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér
Árni Guðna: Veit ekki hverju ég get lofað þeim núna
Haraldur Freyr: Refsuðum og vorum skilvirkir
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
   mið 18. september 2024 23:00
Sverrir Örn Einarsson
Kári Sigfússon: Get hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér
Lengjudeildin
Kári Sigfússon fagnar í dag.
Kári Sigfússon fagnar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er góð. Gott að liðið nái að koma saman á miðju tímabili eftir að hafa byrjað illa og gott að við séum að sækja sterka sigra.“ Sagði Kári Sigfússon tveggja marka maður í liði Keflavíkur í 4-1 sigri liðsins á ÍR í umspili um sæti í Bestu deildinni í Breiðholti fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  4 Keflavík

Kári var ekki beint nafn á allra vörum í Lengjudeildinni í vor og fór hægt af stað með liði Keflavíkur. Hann hefur þó svo sannarlega verið að springa út að undanförnu og verið lykilmaður í liðinu og áhlaupi þess að sæti í Bestu deildinni að undanförnu. Hvað breyttist hjá honum í sumar?

„Ég byrja á að setja fótboltann númer 1,2 og 3. Næ mér af meiðslum svo voru mér erfið í einhverja 6-7 mánuði. Fókusinn fór því algjörlega á fótboltann og liðið og það er bara að sýna sig núna.“

Keflavík á síðari leikinn í þessu einvígi gegn ÍR eftir á heimavelli næstkomandi sunnudag. Verður ekkert erfitt fyrir leikmenn hugarfarslega séð að gíra sig upp í þá viðureign verandi með 4-1 forskot?

„Það er bara 0-0 í seinni leiknum. Við ætlum bara að vinna þann leik ÍR er með flott lið og ef við erum á hælunum þá refsa þeir okkur fyrir það. Það líka sást í dag í stöðunni 3-0 þar sem þeir skora og komast í 3-1 og eru bara nálægt því að komast í 3-2.“

Mæting áhorfenda hefur ekki verið mikil í Keflavík í sumar ef frá er talið leikurinn gegn Njarðvík í deild og Val í bikar. Gerir Kári og aðrir leikmenn líka ekki kröfu á Keflvíkinga að fjölmenna á völlinn á sunnudag?

„Jú ég hugsa að ég geti hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér í það og auglýsa þetta almennilega. Þá hljótum við að ná 1000 manns. “

Það verður fróðlegt að fylgjast með tiktok reikningi Kára á næstu dögum en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner