Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fös 20. september 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Meira undir fyrir KA - „Vonandi muna flestir eftir tilfinningunni"
Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA.
Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir er fyrirliði KA.
Ásgeir er fyrirliði KA.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Við vitum öll hvernig þetta fór í fyrra. Núna ætlum við að koma og hefna fyrir það," sagði Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA, þegar hann ræddi við Fótbolta.net í gær.

Á morgun fer fram bikarúrslitaleikur Víkings og KA. Þetta er annað árið í röð þar sem þessi tvö lið mætast en í fyrra höfðu Víkingar betur.

„Vonandi muna flestir eftir tilfinningunni í klefanum í fyrra eftir leik. Hversu ömurlegt það var. Annars er þetta bara nýr leikur," segir Ásgeir.

Víkingar eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar. Þá eru þeir á toppi Bestu deildarinnar sem stendur.

„Við erum búnir að funda slatta um þá og horfa á marga leiki. Það er alltaf séns hér og þar hjá þeim. Við náðum sigri á móti þeim nýlega og það hjálpar. Við sjáum hvað virkaði þar og getum tekið það með okkur í þennan leik."

Það yrði mjög stórt
Ásgeir hefur leikið með KA frá 2016 en það yrði ansi stórt ef liðið verður bikarmeistari á morgun.

„Það yrði mjög stórt. Við í félaginu höfum beðið lengi eftir titli. Við verðum að reyna að skrifa söguna og taka bikarinn með norður."

Það er meira undir fyrir KA þar sem liðið getur komist í Evrópukeppni með sigri. Víkingar eru nánast búnir að tryggja sig inn í Evrópu í gegnum deildina. KA getur ekki farið í Evrópukeppni í gegnum deildina, en bikarinn er þeirra síðasti séns. Ásgeir viðurkennir að tímabili yrði vonbrigði ef KA tekst ekki að vinna bikarinn.

„Já, ég myndi segja það. Við viljum vera í efri hlutanum að berjast um Evrópu. Við náum því ekki í gegnum deildina. Þetta er okkar síðasti séns til að gera gott úr þessu," segir hann.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner