Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 18. september 2024 22:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kristian Nökkvi kom ekkert við sögu þriðja leikinn í röð - Valgeir í sigurliði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valgeir Valgeirsson lék allan leikinn þegar Örebro vann Sandviken 1-0 í sænsku deildinni í kvöld.


Örebro reif sig upp úr fallsæti með þessum sigri en liðið er með 27 stig tveimur stigum frá fallsæti.

Adam Ingi Benediktsson var í markinu þegar Östersund tapaði 2-1 gegn Sundsvall. Östersund er með jafnmörg stig og Örebro en Sundsvall er í næst neðsta sæti með 24 stig.

Stefan Ljubicic kom inn á sem varamaður í hálfleik hjá Skövde þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Varberg en Oskar Sverrisson var ónotaður varamaður hjá Varberg. Skovde er á botninum með 21 stig en Varberg í 10. sæti með 27 stig. Þá vann Öster gegn Trelleborg 4-1 en Þorri Mar Þórisson leikmaður Öster er fjarverandi vegna meiðsla. Öster er í 3. sæti með 38 stig.

Hilmir Rafn Mikaelsson var ónotaður varamaður þegar Kristiansund tapaði 4-0 gegn Molde í efstu deild í Noregi. Kristiansund er í 10. sæti með 25 stig eftir 21 umferð. Þá var Kristian Nökkvi Hlynsson ekki í leikmannahópi Ajax þegar liðið vann Sittard 5-0 í hollensku deildinni. Ajax er með sex stig eftir þrjár umferðir. Þetta var þriðji leikurinn í röð sem Kristian kemur ekkert við sögu.


Athugasemdir
banner
banner
banner