Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 20. september 2024 20:19
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo skoraði og Mané lagði upp tvö gegn Steven Gerrard
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Síðustu leikjunum er lokið í sádi-arabísku deildinni í dag þar sem Al-Nassr vann þægilegan sigur á útivelli gegn lærisveinum Steven Gerrard í Al-Ettifaq.

Cristiano Ronaldo skoraði eina markið í fyrri hálfleik úr vítaspyrnu og var stjörnum prýtt lið Al-Nassr sterkari aðilinn í dag.

Sadio Mané lagði upp tvö mörk í síðari hálfleik, það fyrra fyrir Salem Al-Najdi og það seinna fyrir Anderson Talisca, í því sem reyndist 0-3 sigur.

Mohamed Simakan, Aymeric Laporte og Otávio voru meðal byrjunarliðsmanna Al-Nassr í kvöld á meðan Bento stóð vaktina á milli stanganna.

Georginio Wijnaldum, Seko Fofana og Moussa Dembélé voru í byrjunarliði Al-Ettifaq ásamt markverðinum Marek Rodak.

Al-Nassr er enn taplaust og er komið með átta stig eftir fjórar fyrstu umferðirnar á nýju tímabili, á meðan Al-Ettifaq er með níu stig eftir þetta tap.

Stefano Pioli, fyrrum þjálfari AC Milan, er við stjórnvölinn hjá Al-Nassr.

Al-Khaleej og Al-Feiha gerðu þá markalaust jafntefli. Al-Khaleej er með fjögur stig á meðan Al-Feiha náði í sitt fyrsta stig hér í dag.

Al-Ettifaq 0 - 3 Al-Nassr
0-1 Cristiano Ronaldo ('33, víti)
0-2 Salem Al-Najdi ('56)
0-3 Anderson Talisca ('71)

Al-Khaleej 0 - 0 Al-Feiha
Athugasemdir
banner
banner
banner