Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 19. september 2024 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Einkunnir Atalanta og Arsenal: Raya hetjan en Retegui skúrkurinn
Mynd: EPA

Atalanta og Arsenal áttust við í fyrstu umferð deildakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

David Raya bjargaði stigi fyrir Arsenal en hann varði vítaspyrnu frá Mateo Retegui en framherjinn fékk annað tækifæri þegar hann náði frákastinu en Raya varði skallann frá honum á ótrúlegan hátt.

Raya var eðlilega valinn maður leiksins að mati Sky Sports en hann fékk átta í einkunn. Öll varnarlína liðsins fær sjö og þá komu Raheem Sterling inn á og fékk einnig sjö.

Thomas Partey gerðist brotlegur og fékk á sig vítaspyrnuna en hann fær fimm í einkunn. Retegui fær einnig fimm en margir í liði Atalanta fá sjö í einkunn.


Atalanta: Carnesecchi (6), Djimsiti (7), Hien (7), Kolasinac (7), Zappacosta (6), De Roon (7), Ederson (7), Ruggeri (6), De Ketelaere (7), Retegui (5), Lookman (6).

Varamenn: Cuadrado (7), Zaniolo (6), Bellanova (6), Pasalic (n/a), Samardzic (n/a).

Arsenal: Raya (8), White (7), Saliba (7), Gabriel (7), Timber (7), Rice (6), Partey (5), Havertz (6), Saka (6), Jesus (6), Martinelli (5).

Varamenn: Jorginho (6), Trossard (6), Sterling (7), Calafiori (6).


Athugasemdir
banner
banner
banner