Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
   fim 19. september 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Haddi: Töluðum um það eftir tapið í fyrra
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA fagnar marki í sumar.
KA fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr bikarúrslitaleiknum í fyrra.
Úr bikarúrslitaleiknum í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Við vorum hérna í fyrra og erum reynslunni ríkari," sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, í samtali við Fótbolta.net á Laugardalsvelli í dag.

„Við töluðum um það eftir að við töpuðum í fyrra að alvöru menn standa upp og reyna aftur. Við erum komnir aftur. Við erum mættir hingað til að fara með bikarinn heim."

Á laugardaginn fer fram bikarúrslitaleikur Víkings og KA. Þetta er annað árið í röð þar sem þessi tvö lið mætast en í fyrra höfðu Víkingar betur. Haddi segir að KA-menn hafi ekkert farið yfir leikinn í fyrra í undirbúningnum fyrir þennan leik, enn þó megi vissulega draga lærdóm af honum.

„Eftir að við komumst hingað í fyrra, þá ætluðu menn sér að komast aftur. Það er löngun í liðinu til að koma hingað og sækja bikar."

„Þú lærir af því að koma og spila stóra leiki. Við spiluðum stóra leiki í fyrra, bæði í Evrópukeppninni og hérna. Í fyrra var þetta gaman en núna geturðu einbeitt þér meira að því sem skiptir mestu máli: Að því sem gerist inn á vellinum."

„Við ætlum okkur að eiga góðan leik en þú þarft að eiga góðan leik til að vinna Víking. Ég ber mjög mikla virðingu fyrir því hvernig þeir hafa komið sér á toppinn í íslenskum fótbolta. Það er klárt mál að þetta verður erfiður leikur en ef við eigum góðan leik - verjumst vel og nýtum okkur styrkleikana fram á við - þá eigum við góðan séns. Ég vil sjá það á KA-liðinu að við þráum þetta meira en Víkingar," segir Hallgrímur.

Það er meira undir fyrir KA þar sem liðið getur komist í Evrópukeppni með sigri. Víkingar eru nánast búnir að tryggja sig inn í Evrópu í gegnum deildina. KA getur ekki farið í Evrópukeppni í gegnum deildina, en bikarinn er þeirra síðasti séns.

„Síðast þegar við spiluðum gegn Víkingi, þá unnum við og héldum hreinu. Það gefur okkur líka sjálfstraust. Ef við mætum og gefum allt í þetta, þá eigum við mjög góðan möguleika."

Hallgrímur segir að staðan á leikmannahópnum gæti ekki verið betri. Það er enginn meiddur og allir klárir í slaginn.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner