Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 19. september 2024 10:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samskiptastíll Kompany vekur upp pirring
Vincent Kompany.
Vincent Kompany.
Mynd: Bayern München
Bayern München hefur farið fullkomlega af stað á nýju tímabili - og vann liðið meðal annars 9-2 sigur gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni - en það er samt sem áður að vakna efasemdir um nýjan stjóra liðsins.

Samkvæmt Kicker eru vandamál að myndast í klefanum en leikmenn liðsins eru sagðir hissa á stjórnunarháttum Kompany, og sérstaklega hvernig hann er í samskiptum.

Það er sagt í grein miðilsins að margir leikmenn hafi verið ósáttir fyrir leik gegn Holstein Kiel á dögunum þar sem Kompany lét menn vita um liðsval sitt í gegnum samskiptaforritið WhatsApp stuttu fyrir leik.

Skyndiákvarðanir og óvissa í kringum liðsval hafa valdið óróa innan leikmannahópsins.

Kompany er á sínu fyrsta tímabili með Bayern en hann tók óvænt við liðinu í sumar eftir að hafa fallið með Burnley úr ensku úrvalsdeildinni. Kompany er ungur þjálfari og á enn margt eftir ólært.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner